Image by Dana Tanasa
My nature
Fashion often dictates rules, but our nature craves freedom and uniqueness, woven from natural origins. When I first explored the fashion industry, I was heavily influenced by advertisements. Satellite TV at age 4 ignited my imagination but also shaped my values.
Commercials for a particular pair of jeans, combined with a childhood spent around tailoring scissors, sparked my desire to influence clothing design. I was already a fashion enthusiast and an impulsive consumer. As I consumed more fashion, I unknowingly transitioned from consumer to user, becoming deeply attached to my clothes and obsessively caring for them. Brands became my obsession, and I spent heavily on clothing, reflecting the lifestyle I sought. In high school, I even sold branded clothes, importing them from Italy due to scarcity in Romania. Eventually, I realized my choices weren’t entirely my own. My relationship with clothes became personal as I learned which fabrics suited me, how to maintain them, and how to adapt or repair them.
Through my university studies and running a tailoring workshop, I uncovered the reality of the fashion industry, different from my initial perceptions. I discovered that slow, sustainable fashion had long been practised, with many paving the way before me. While working on my dissertation, I delved into slow fashion and realized people need more personalized clothing guidance and have a deeper connection with their clothes, unlike today’s fast, disposable fashion. I found hope in the revival of sustainable practices, which were once the norm when people regularly visited tailors and owned sewing machines for repairs.
Dirty business
The social impact of the fashion industry is one of a magnitude and seriousness that consumers are often unaware of and which is deliberately kept in the dark by the big players in the industry: most clothes are made in Southeast Asia, by underpaid workers in non-humane working conditions, often even at the cost of loss of life (see the Rana Plaza incident) or by children. Such working conditions also exist in Europe. While being involved in a journalistic report about some garment factories in the region of Moldova, I saw with my own eyes a case of sweatshop, which is an antenna workshop of a factory that works on the black market, without contracts, often to meet large orders that the factory cannot fulfill in a given time. Not to mention that most of the workers we interviewed were complaining about the harsh working conditions. It is hard to conceive that such irregularities are happening right around us, but they do.
Environmental Impact - “The fashion and textile industry is the second most polluting industry.” A claim that originated from a slightly ambiguous source at a time when there was little research to back it up. But it was quickly picked up and used because things went out of control in terms of production - 100 billion pieces of clothing produced per year, in terms of consumption: the average person only wears 20% of their clothes 80% of the time, in terms of how much we throw away - 92 billion textiles thrown away annually, in terms of fibre sourcing - 60% of clothes made from plastic.
Regenerative Lifestyle
“Regenerative is not a defined term. Whereas ‘organic,’ for example, is a protected term, ‘regenerative’ is not. That means everyone gives it a different interpretation (just like the umbrella term ‘sustainability,' for example, ed.).”
On that premise, regenerative for me encompasses terms like sustainability and circularity. It is obvious that the way we as humanity have consumed so far has brought the planet to a point of instability, and the balance needs to be restored, even more, now, we need to contribute to regeneration on all levels, economic, environmental and social.
Clothes and textiles in general are particularly linked to a regenerative lifestyle. What we wear has a huge impact on how we live. For example, cotton is the main human-grown plant out of which most of our clothes are made. For just one T-shirt and one pair of jeans, we use around 20,000 litres of water. Keeping this rhythm of production and consumption will deplete our planet of resources. Thankfully, new regenerative ways of doing agriculture which take into consideration aspects regarding biodiversity, as few biological disturbances as possible and keeping the soil alive by covering it etc. are starting to reappear.
At the same time shifting from oil-based plastics to bio-based or regenerated cellulose is also starting to become a thing of the present and most likely of the future.
Our only way forward is by creating a fertile environment in which the new generations can and will thrive.
Rural metamorphosed into urban
One of the big discoveries on my way to uncovering fashion's hidden agenda was that in communist Romania, people used to be much more in touch with their clothes and the people who made them. Of course, those times were tough, and the reason for this connection was influenced by the scarcity of available options, but if we look further back in time, we see that things were pretty much the same. The fabrics and the way we sewed them were durable, the way we coloured them was natural, and the way we wore them and therefore the way we threw them away was also sustainable.
If everything was balanced, effortlessly, how come we reached this tipping point? Well, industrialization happened and then things were not the same anymore. That, combined with greed and a false need for endless growth on a limited resources planet.
I would not dare to blame the current situation ("climate emergency") on people. Corporations do it enough. And while it is sometimes hard to understand ideas like “what a big difference one person can make”, change happens when the numbers add up. Of course, change can't come from consumers alone, it has to be a dance in tandem (people, state, corporations) because, in the end, we all have something to gain.
Our answer to a regenerative future lies in our past. In a past where sewing skills were common, natural fabrics were the only fabrics used, and waste was not conceivable, as clothes lasted for generations.
What to do?
The ultimate act of rebellion: repairing. It’s the first act of disobedience in a society of consumerism and planned obsolescence. Sometimes all you need is a needle and a thread.
Repurpose. Long before this abundance of products, people used to repurpose old clothes into cleaning wipes for example. Nowadays, even cutting a pair of old jeans and transforming them into short ones can cut the need for a new pair of pants.
Upcycling. Can be done at home, as well, if you have the right equipment. There are a lot of workshops that are starting to rethink fashion and use old garments as a base for new ones. One practical example is the case of REDU, the social company I work for. You can find out more about them by following their social media on IG and FB.
Sharing. Is caring. For the environment and therefore for your close ones. And even the ones further from you. In this case, the swapping of clothing means that if you get bored of some of the items in your closet you can share them with your besties and also borrow some from them.
Swap events. If you get too bored with your clothes, Fashion Revolution has a full guide on organising such events. They're supposed to be fun and it may be that the dress you saw last week at the bar you loved is sold for half the price of a new one. And it helps the planet.
Thrift shopping or buying second-hand clothes. Besides saving you loads of money, there’s a high probability that you will find high-quality products, which you could probably not afford if you bought them new. And I’m not even going into the environmental benefits of it. They’re huge.
In conclusion, my journey through the fashion industry has been one of discovery and transformation, revealing both the personal and global impact of our clothing choices. From an early fascination with fashion influenced by advertising to a deeper understanding of its social and environmental consequences, I have learned the importance of embracing sustainable practices and reconnecting with the craftsmanship of the past. The shift towards a regenerative lifestyle, where repairing, repurposing, and thoughtful consumption take precedence, is not just a return to older values but a necessary path forward for the well-being of our planet and future generations.
_____________________________________________________________________________________
Náttúran mín
Fatatíska stýrir oft reglum, en náttúra okkar þráir frelsi og sérkenni, samofin úr náttúrulegum innihaldsefnum. Þegar ég kannaði fataiðnaðinn upphaflega, varð ég fyrir miklum áhrifum frá auglýsingum. Gervihnattasjónvarpsefni sem ég sá fjögurra ára virkjaði ímyndunaraflið mitt en mótaði líka gildin mín.
Auglýsingar um ákveðnar gallabuxur, til samans við æsku með klæðskeraskæri í hönd, tendraði þrá mína til að hafa áhrif á fatahönnun. Ég var nú þegar fataáhugamaður og hvatvís neytandi. Eftir því sem ég keypti fleiri föt, umbreyttist ég óafvitandi frá neytanda yfir í notanda, og varð mjög hænd/ur fötunum mínum og fór að hirða um þau af þráhyggju. Vörumerki urðu að þráhyggju hjá mér, og ég eyddi miklu í föt, sem endurspeglaði hvernig lífsstíl ég sóttist eftir. Í menntaskóla seldi ég meira að segja föt frá vörumerkjum, flutti þau inn frá Ítalíu sökum skorts í Rúmeníu. Að lokum rann það upp fyrir mér að ákvarðanir mínar komu ekki einungis frá mér. Samband mitt við föt varð persónulegt þegar ég lærði hvernig efni klæða mig vel, hvernig ætti að viðhalda þeim og hvernig mætti aðlaga þau eða lagfæra.
Í gegnum háskólanámsferil minn og það að reka klæðskeravinnustofu, fletti ég ofan af raunveruleikanum að baki fataiðnaðarins, en hann passaði ekki við minn upphaflega skilning á honum. Ég uppgötvaði að hæg, sjálfbær tíska hefur lengi verið til og var mikið stunduð, þar sem margir aðrir hafa rutt brautina fyrir mig. Á meðan ég vann að fræðiritgerðinni minni, kafaði ég í hæga tísku og komst að raun um að fólk þarfnast persónumiðaðri ráðgjafar um klæðnað og sterkari tengingar við fötin sín, ólíkt snöggu, einnota fatatísku dagsins í dag. Ég fann von í endurvakningu sjálbærra framkvæmda, sem töldust áður til almennrar venju þegar fólk fór reglulega til klæðskera og átti saumavélar til að gera við föt.
Smánarleg viðskipti
Félagsleg áhrif tískuiðnaðarins eru umfangsmeiri og alvarlegri en neytendur gera sér yfirleitt grein fyrir og stærstu fyrirtækin í iðnaðinum hylma oft yfir þau: flestar flíkur eru gerðar í Suðaustur-Asíu, af illa launuðum verkamönnum við ómannúðlegar aðstæður, stundum svo slæmar að þær valda dauðsföllum (sjá Rana Plaza stórslysið) eða af börnum. Slíkar vinnuaðstæður má líka finna í Evrópu. Þegar ég var viðriðin/n blaðamannaskýrslu um sumar fataverksmiðjur í Moldóvu, sá ég með eigin augum dæmi um þrælabúðir, sem er vinnustofa sem tilheyrir verksmiðju sem vinnur á svarta markaðnum, án samninga, oft til að uppfylla stórar pantanir sem verksmiðjan getur ekki útbúið á tilsettum tíma. Svo ekki sé minnst á það að flestir verkamenn sem tekið var viðtal við kvörtuðu undan óviðunandi vinnuaðstæðunum. Það er erfitt að hugsa sér að slík frávik viðgangist í kringum okkur, en það er satt.
Umhverfisáhrif - „Fata- og textíliðnaðurinn er næstversti mengunarvaldurinn af öllum iðnaðargeirum.“ Þetta er fullyrðing sem kom frá dálítið óljósri heimild á tíma þegar það var lítið um rannsóknir til að renna stoðum undir hana. En hún var fljótt tekin upp og notuð vegna þess að það fór allt úr böndunum hvað framleiðslu varðar- 100 miljarðar af flíkum framleiddar á ári. Hvað neyslu varðar: meðalmanneskjan klæðist aðeins 20% af flíkum sínum um 80% tíma síns, hvað varðar hvað við hendum miklu – 92 miljörðum af vefnaðarvörum er hent á ári, og hvað varðar uppruna flíkanna - þá eru 60% flíka gerðar úr plasti.
Endurlífgandi lífsstíll
„Endurlífgandi hefur ekki markvissa merkingu. Til samanburðar er orðið „lífrænt“, til dæmis, lögverndað orð, en orðið „endurlífgandi“ er það ekki. Það þýðir að allir gefi því mismunandi merkingu (líkt og regnhlífarhugtakið „sjálfbærni“, til dæmis, útg.).“
Á þeirri forsendu, þá nær orðið endurlífgandi fyrir mér yfir hugtök eins og sjálfbærni og hringeðli. Það er augljóst að það hvernig við sem mannkynið höfum stundað neyslu hingað til hefur þvingað Jörðina að óstöðugleika og að þörf er á að láta jafnvægi ríkja á ný. Sú þörf er enn brýnni núna, við verðum að taka virkan þátt í endurlífgun á öllum hliðum, efnahagslega, umhverfismálalega og félagslega.
Föt og vefnaðarvörur almennt eru sérstaklega tengd endurlífgandi lífsstíl. Það sem við klæðumst hefur gríðarleg áhrif á það hvernig við lifum. Til dæmis, þá er ull helsta plantan sem er ræktuð af mannverum sem við notum í flestöll fötin okkar. Fyrir aðeins einn stuttermabol og eitt par af gallabuxum notum við um 20,000 lítra af vatni. Að viðhalda þessum töktum í framleiðslu og neyslu mun eyða upp auðlindum Jarðar okkar. Sem betur fer eru nýjar endurlífgandi leiðir til að stunda landbúnað að skjóta upp kollinum á ný. Þessar aðferðir gera ráð fyrir atriðum sem snerta líffræðilega fjölbreytni, með eins fáum líffræðilegum truflunum og mögulegt er og að halda lífi í moldinni með því að hylja hana o.s.frv.
Á sama tíma er það líka að verða algengara núna að skipta frá plasti gert með olíu yfir í lífgrundað plast eða endurlífguðum sellulósa og það verður sennilega líka mikið gert í framtíðinni.
Okkar eina leið fram á við er að skapa frjótt umhverfi þar sem nýju kynslóðirnar geta og munu blómstra.
Afskekktum svæðum umbreytt í borgir
Ein af mínum stóru uppgötvunum á leið minni að því að fletta ofan af græsku fataiðnaðarins er það að í kommúnistaríki Rúmeníu, átti fólk mun nánari tengsl við fötin sín og fólkið sem bjó þau til. Það voru auðvitað erfiðir tímar, og ástæðan fyrir þessum tengslum var stórlega skorturinn á neinum
valmöguleikum, en ef við lítum enn lengra aftur í tímann, sjáum við að það var allt frekar svipað. Efnin og aðferðir okkar við að sauma þau voru endingargóðar, aðferðir okkar við litun á þeim voru náttúrulegar, og það hvernig við klæddumst þeim og hvernig við hentum þeim gat verið sjálfbært til langframa.
Ef allt var í jafnvægi með svona lítilli fyrirhöfn, hvernig höfnuðum við þá á þessari ögurstund sem við erum nú á? Nú, iðnvæðingin átti sér stað og eftir það varð ekkert samt framar. Það, til samans við græðgi og falska þörf fyrir sífelldan vöxt á Jörð með takmörkuðum auðlindum.
Ég voga mér ekki að kenna fólki um núverandi ástandið („loftslagsneyðarástandið“). Stórfyrirtæki gera nóg af því. Og þó það getur stundum verið erfitt að skilja hugmyndir eins og „hvað ein manneskja getur haft mikil áhrif“, þá eiga breytingar sér fyrst stað þegar margir eiga í hlut. Auðvitað geta breytingar ekki aðeins orðið vegna neytenda, þær krefjast samhæfðs dans á milli fólks, ríkja og stórfyrirtækja vegna þess að í lokin græðum við öll á því að hlutirnir breytist.
Svar okkar við endurlífgandi framtíð er að finna í fortíðinni. Í fortíð þar sem saumakunnátta var algeng, náttúruleg efni voru þau einu sem voru í notkun, og sóun var óhugsandi, þar sem föt entust í fleiri kynslóðir.
Hvað er til bragðs að taka?
Hin endalega leið til uppreisnar: viðgerðir. Það er fyrsta leiðin til að óhlýðnast í samfélagi sem stjórnast af neytendahyggju og fyrirhugaðri úreldingu. Stundum þarftu ekki meira en bara nál og þráð.
Endurnýting. Langt fyrir þessa miklu gnægð af vörum, þá endurnýtti fólk gömul föt. Breytti þeim til dæmis í tuskur. Nú til dags gæti jafnvel það að klippa gamlar gallabuxur og að breyta þeim í stuttbuxur skert þörf fyrir nýjar buxur.
Uppvinnsla. Þetta er hægt að gera heima við, ef þú átt réttu verkfærin. Það eru fjölmargar vinnustofur sem eru farnar að endurhugsa fatatísku og nota gamlar flíkur sem undirstöður fyrir nýjar. Eitt dæmi er REDU, félagslega fyrirtækið sem ég vinn fyrir. Þú getur lært meira um þau með því að fylgja þeim á samfélagsmiðlum á Instagram og Facebook.
Að deila. Það sýnir umhyggju. Bæði í garð umhverfisins og þar af leiðir líka þínum nánustu. Og jafnvel þeim sem standa þér fjær. Í þessu tilfelli geta skipti á fötum þýtt að ef þú færð leiða á sumum flíkunum sem eru í skápnum þínum geturðu deilt þeim með bestu vinum þínum og líka fengið flíkur að láni frá þeim.
Skiptiviðburðir. Ef þér fer að leiðast fötin þín, þá er Fashion Revolution með ítarlegan leiðarvísi um það að skipuleggja svona viðburði. Þeir eiga að vera skemmtilegir og það gæti verið að kjóllinn sem þú sást í síðustu viku á barnum sem þú elskar sé seldur á hálfvirði nýs eintaks af honum. Og það hjálpar Jörðinni.
Að kaupa notuð föt. Fyrir utan það að spara þér helling af pening, þá eru háar líkur á því að þú finnir hágæða vörur sem þú ættir ekki efni á ef þú keyptir þær nýjar. Og ég er ekki einu sinni að fara út í umhverfislegu ávinningana af því. Þeir eru svakalegir.
Að lokum, þá hefur ferðalag mitt í gegnum fataiðnaðinn einkennst af uppgötvun og umbreytingu. Það hefur afhjúpað bæði persónulegu og hnattvænu áhrif fatavals okkar. Frá hrifningu á fatatísku á unga aldri sem kom frá auglýsingum til nánari skilnings á félagslegum og umhverfislegum afleiðingum hennar, þá hef ég lært um mikilvægi þess að tileinka sér sjálfbærar framkvæmdir og því að tengja sig við handverk fortíðarinnar. Flutningurinn í áttina að endurlífgandi lífsstíl, þar sem það að gera við, endurnýta og íhuguð neysla er í fyrirrúmi felst ekki aðeins í því að taka upp gömul gildi heldur í nýrri stefnu fram á við sem er vellíðan Jarðar okkar og framtíðarkynslóðum bráðnauðsynleg.
----------------------------------------------------------
This article is 4 of 8 created by the Connection Regenerator Project funded by Erasmus + in partnership with Totel.ly (IS) and Mai Bine (RO). / Þessi grein er 4 af 8 búin til Connection Regenerator styrkt er af Erasmus + í samvinna við Totel.ly(IS) og Mai Bine (RO).
Article written by Elvys Sandu / Grein skrifuð af Elvys Sandu